fbpx
Laugardagur 20.desember 2025
433Sport

Opinberar hvað Salah sagði í klefanum eftir viðtalið umdeilda – „Það sýnir hvers konar maður hann er“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 20. desember 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Curtis Jones hefur stigið fram og útskýrt hvað Mohamed Salah sagði við samherja sína í Liverpool eftir umdeilt viðtal sitt í kjölfar 3-3 jafnteflis gegn Leeds.

Salah vakti mikla athygli þegar hann gagnrýndi bæði félagið og knattspyrnustjórann Arne Slot opinberlega og sagðist hafa verið hent undir rútuna eftir að hafa setið á bekknum þriðja leikinn í röð. Í kjölfarið var Egyptinn skilinn eftir utan hóps í Meistaradeildarleiknum gegn Inter, en sneri aftur í hópinn í 2-0 sigri á Brighton, sem gaf til kynna að málið hefði verið leyst innan veggja félagsins.

Jones staðfesti í viðtali við Sky Sports að Salah hafi beðist afsökunar á framkomu sinni gagnvart liðsfélögum sínum. „Mo er sinn eigin maður og segir það sem honum finnst. Hann bað okkur afsökunar og sagði: Ef ég hef haft áhrif á einhvern eða látið ykkur líða illa, þá biðst ég afsökunar. Það sýnir hvers konar maður hann er,“ sagði Jones.

Jones bætti við að engin biturð væri til staðar innan hópsins. „Hann var jákvæður, brosandi og nákvæmlega sami Mo og alltaf. Þetta snýst bara um sigurvilja.“

Salah fer nú á Afríkukeppni landsliða með Egyptalandi og spilar ekki aftur með Liverpool fyrr en um miðjan janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar
433Sport
Í gær

Elías Már skrifar undir í Víkinni

Elías Már skrifar undir í Víkinni
433Sport
Í gær

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki
433Sport
Í gær

Kveður fréttir gærdagsins í kútinn

Kveður fréttir gærdagsins í kútinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram
433Sport
Fyrir 2 dögum

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“