
Tottenham mun ekki krækja í Mason Greenwood þrátt fyrir frábært gengi hans með Marseille á yfirstandandi tímabili.
Enski sóknarmaðurinn hefur verið í miklu stuði í Frakklandi og vakið athygli fjölda stórliða í Evrópu eftir að hafa endurvakið feril sinn þar.
Greenwood, sem er 24 ára, er með langtímasamning hjá Marseille en hefur engu að síður verið orðaður við möguleg félagaskipti í náinni framtíð.
Tottenham hefur verið nefnt sem einn mögulegur áfangastaður, en samkvæmt nýjustu fréttum eru forráðamenn Lundúnaliðsins tregir til að taka skrefið.
Ástæðan er fyrst og fremst umdeild fortíð Greenwood, sem talið er að passi illa við ímynd og stefnu félagsins utan vallar.