
Nicklas Bendtner hefur opinberað að Emmanuel Adebayor sé eini samherjinn sem hann átti í alvarlegum deilum við á ferlinum.
Daninn lék með Adebayor hjá Arsenal á árunum 2006–2009 og segir samband þeirra hafa verið slæmt frá fyrsta degi. Báðir voru þeir skrautlegir karakterar eins og knattspyrnuáhugamenn vita.
„Það var vont á milli okkar strax og það breyttist aldrei,“ segir Bendtner og bætir við að þeir hafi lent í átökum nokkrum sinnum, þar á meðal frægu rifrildi í tapleik gegn Tottenham í deildabikarnum.
Báðir voru sektaðir af Arsene Wenger eftir atvikið. Bendtner segir þó að reynslan hafi kennt honum að vinna fagmannlega með fólki sem honum líkaði illa við.