fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 13. desember 2025 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Crystal Palace íhugar að gera tilraun til að fá sóknarmanninn Brennan Johnson frá Tottenham Hotspur í janúar.

Palace leitar að fjölhæfum sóknarleikmanni í næsta mánuði, meðal annars til að bæta upp fyrir fjarveru Ismaila Sarr sem heldur á Afríkukeppni landsliða í næstu viku.

Johnson er einn af nokkrum leikmönnum sem Palace eru að skoða til að styrkja lið Oliver Glasner fyrir seinni hluta tímabilsins.

Johnson, sem er 24 ára, skoraði sigurmark Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Þrátt fyrir það hefur hann aðeins byrjað sex leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili undir stjórn Thomas Frank.

Johnson gekk til liðs við Tottenham frá Nottingham Forest árið 2024 fyrir um 47,5 milljónir punda, eftir að hafa lengi verið á óskalista Brentford og fleiri félaga.

Tottenham sjálft hyggst styrkja vinstri kantinn í janúar og hefur Sky Sports News þegar fjallað ítarlega um áhuga félagsins á Antoine Semenyo hjá Bournemouth.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona