

Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Marseille, hefur sett fram djarfa fullyrðingu og segir að Mason Greenwood geti unnið Gullboltann.
Greenwood, sem er 24 ára gamall og fyrrverandi framherji Manchester United, á frábært tímabil með franska stórliðinu og hefur þegar skorað 13 mörk í öllum keppnum.
Tvö þeirra komu á þriðjudagskvöld þegar Marseille lagði Union Saint-Gilloise að velli, 3-2, í Meistaradeildinni. Seinna mark Greenwood í leiknum var glæsilegt, skot með vinstri fæti eftir lipran snúning í teignum.
Frammistaða enska landsliðsmannsins hefur vakið mikla aðdáun De Zerbi, sem hefur hrósað honum opinberlega. Fyrir leik Marseille gegn Monaco á föstudag sagði De Zerbi. „Ég sé hann á hverjum degi og hann hefur gífurlega mikla möguleika,“ sagði De Zerbi.
„Ég sé fáa leikmenn í Evrópu á sama stigi. Hann hefur burði til að vinna Gullboltann, en það er undir honum sjálfum komið hvort hann vilji leggja allt í sölurnar til að berjast fyrir því.“