

Hansi Flick, knattspyrnustjóri Barcelona, hefur lofað Marcus Rashford í hástert og segir hann vera algjöran fagmann sem sé nú í sínu besta formi fyrir viðureign liðsins gegn Osasuna á laugardag.
Katalóníufélagið fékk Rashford að láni frá Manchester United síðasta sumar, eftir að hann var settur til hliðar af Ruben Amorim. Lánssamningurinn gildir til 30. júní 2026 og er sagður innihalda kauprétt á enska landsliðsmanninum fyrir um 26 milljónir punda.
Rashford, sem er 28 ára, hefur átt frábært tímabil með 17 framlög (sex mörk og 11 stoðsendingar) í 21 leik í öllum keppnum og hefur þannig sett mikla pressu á forseta félagsins, Joan Laporta, og íþróttastjórann Deco um að gera samninginn varanlegan.
„Þegar hann er á bekknum sýnir það bara hversu sterkt lið við erum. Hann er algjör fagmaður,“ sagði Flick.
„Hugarfar hans og viðhorf er frábært. Hann þurfti smá tíma til að aðlagast, en nú er hann á sínu besta stigi.“