

Fyrrverandi leikmaður Chelsea, Oscar, hefur að sögn ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir að hafa greinst með sjúkdóm í síðasta mánuði.
Brasilíumaðurinn féll skyndilega til jarðar á æfingu hjá São Paulo og í kjölfarið var hann greindur með svokallaða vasovagal syncope, ástand sem getur valdið yfirliðum vegna skyndilegs blóðþrýstingsfalls.
Sjúkdómnum er hægt að halda í skefjum með lyfjameðferð eða með einfaldri aðgerð þar sem hnútur sem veldur blóðþrýstingsfallinu er brenndur.
Vasovagal syncope er ekki talið lífshættulegt ef rétt er haldið utan um meðferð.
Samkvæmt brasilíska miðlinum Globo hefur Oscar rætt framtíð sína við fjölskyldu, nánustu aðila og forráðamenn São Paulo.
Daily Mail Sport greinir frá því að miðjumaðurinn hafi þegar látið félagið vita af ákvörðun sinni um að hætta knattspyrnu, sem gerir félaginu kleift að skipuleggja næsta tímabil án hans.