fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. desember 2025 18:30

Jack Grealish og frú lentu í hópnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska pressan greinir frá því að glæpahópar, tengdir „Gucci-hópnum“ í Dublin, hafi markvisst rænt heimili leikmanna í Cheshire og Merseyside, þar sem lúxusvörur eru síðan fluttar til Írlands og notaðar í viðskipti með fíkniefni og skotvopn.

Þessir hópar vinna einnig með albönskum glæpamönnum og velja skotmörk sín með því að fylgjast með samfélagsmiðlum leikmanna og maka þeirra, mest í gegnum Instagram. Notaðir eru stigar, njósnarar og flóttabílar, og brotsmenn miða á heimili þar sem fólk er heima , þar sem öryggiskerfi eru oft óvirk.

Fjöldi leikmanna hefur orðið fyrir miklu tjóni. Jack Grealish og unnusta hans Sasha Attwood urðu fyrir innbroti þar sem verðmæti að virði um 1 milljón punda voru tekin, á meðan fjölskylda Grealish var heima að horfa á leikinn hans í sjónvarpi. Málið var fellt niður þar sem engir gerendur fundust.

Glen Ward tengist Kinahan hópnum í Írlandi.

Alexander Isak missti m.a. 10 þúsund pund í reiðufé, skart og lúxusbíl fyrir 120 þúsund pund og fjárfesti síðar í 30 þúsund punda öryggishundi. Raheem Sterling, Marcus Rashford og fleiri hafa einnig keypt varðhunda.

Þrátt fyrir öflugar öryggisráðstafanir, svonefnd „panic rooms“, geofencing-kerfi og lífverði halda ræningjar áfram að finna leiðir. Sterling lenti í áhlaupi þar sem hann þurfti að verja börnin sín með hnífi.

Enskir miðlar fullyrða að þýfið sé flutt til Dublin og afhent „Gucci-hópnum“, tengdum Kinahan-fjölskyldunni, og selt áfram innanlands eða í Evrópu. Glæpamenn kjósa að selja í evrum þar sem 500 evru seðlar gera viðskiptin einfaldari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áhugavert nafn orðað við Liverpool

Áhugavert nafn orðað við Liverpool
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Beckham opinberar hvað honum finnst um Ruben Amorim

Beckham opinberar hvað honum finnst um Ruben Amorim
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Isak varar stuðningsmenn við

Isak varar stuðningsmenn við
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr Old Trafford fremstur á meðal jafninga í umsókn Bretlands og Írlands til að halda HM

Nýr Old Trafford fremstur á meðal jafninga í umsókn Bretlands og Írlands til að halda HM
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool vill framlengja samning Konate

Liverpool vill framlengja samning Konate
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsar súr út í ákvörðun Arnars eftir það sem gerðist í vikunni – „Að íslenska landsliðið hafi leyft sér það“

Hugsar súr út í ákvörðun Arnars eftir það sem gerðist í vikunni – „Að íslenska landsliðið hafi leyft sér það“