

Enska pressan greinir frá því að glæpahópar, tengdir „Gucci-hópnum“ í Dublin, hafi markvisst rænt heimili leikmanna í Cheshire og Merseyside, þar sem lúxusvörur eru síðan fluttar til Írlands og notaðar í viðskipti með fíkniefni og skotvopn.
Þessir hópar vinna einnig með albönskum glæpamönnum og velja skotmörk sín með því að fylgjast með samfélagsmiðlum leikmanna og maka þeirra, mest í gegnum Instagram. Notaðir eru stigar, njósnarar og flóttabílar, og brotsmenn miða á heimili þar sem fólk er heima , þar sem öryggiskerfi eru oft óvirk.
Fjöldi leikmanna hefur orðið fyrir miklu tjóni. Jack Grealish og unnusta hans Sasha Attwood urðu fyrir innbroti þar sem verðmæti að virði um 1 milljón punda voru tekin, á meðan fjölskylda Grealish var heima að horfa á leikinn hans í sjónvarpi. Málið var fellt niður þar sem engir gerendur fundust.

Alexander Isak missti m.a. 10 þúsund pund í reiðufé, skart og lúxusbíl fyrir 120 þúsund pund og fjárfesti síðar í 30 þúsund punda öryggishundi. Raheem Sterling, Marcus Rashford og fleiri hafa einnig keypt varðhunda.
Þrátt fyrir öflugar öryggisráðstafanir, svonefnd „panic rooms“, geofencing-kerfi og lífverði halda ræningjar áfram að finna leiðir. Sterling lenti í áhlaupi þar sem hann þurfti að verja börnin sín með hnífi.
Enskir miðlar fullyrða að þýfið sé flutt til Dublin og afhent „Gucci-hópnum“, tengdum Kinahan-fjölskyldunni, og selt áfram innanlands eða í Evrópu. Glæpamenn kjósa að selja í evrum þar sem 500 evru seðlar gera viðskiptin einfaldari.