

VAR-athuganir á hornspyrnudómum gætu orðið hluti af reglunum á HM næsta sumar en aðeins tímabundið yfir mótið og án áhrifa á ensku úrvalsdeildina.
IFAB, alþjóðlegir reglugerðarsmiðir knattspyrnunnar, ræða málið í janúar.
Gert er ráð fyrir að staðfest verði að VAR megi frá sumrinu grípa inn í þegar leikmenn fá sitt annað gula spjald, en aðrar tillögur mæta mótstöðu.
Ein þeirra er að VAR fái heimild til að snúa við hornspyrnudómum þegar augljós sönnun er til staðar um rangan dóm.
Pierluigi Collina vill koma í veg fyrir að stórleikur ráðist af rangri hornspyrnu, en aðrir telja slíkar villur hluta af leiknum og óþarfi að bæta fleiri stoppum við.