
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, lagði upp mark í sigrinum á Crystal Palace í gær og fór þar með í sögubækurnar.
United vann leikinn 1-2 og er komið upp í sjöunda sæti. Stoðsending Fernandes í leiknum var númer 56 á ferlinum og er hann þar með orðinn fjórði stoðsendingahæsti leikmaður í sögu United í úrvalsdeildinni.
Tók hann fram úr Paul Scholes í gær og eru aðeins David Beckham, Wayne Rooney og Ryan Giggs á undan honum. Óhætt er að segja að metið verði seint slegið, það á Giggs, með 162 stoðsendingar.
56 – Bruno Fernandes now has more Premier League assists for Manchester United (56) than Paul Scholes (55). Only Ryan Giggs (162), Wayne Rooney (93), and David Beckham (80) have provided more for the Red Devils in the competition. Climbing. pic.twitter.com/qmJW8DPZ2i
— OptaJoe (@OptaJoe) November 30, 2025