

Liam Manning hefur verið rekinn frá Norwich eftir dramatískt tap gegn Leicester á Carrow Road. Jordan James skoraði sigurmarkið á 92. mínútu og tryggði Leicester 2-1 endurkomusigur í dag.
Úrslitin urðu til þess að Norwich varð fyrsta liðið í sögu Championship til að tapa fyrstu sjö heimaleikjum sínum á einu tímabili.
Stuttu eftir leikinn staðfesti félagið brottreksturinn. Í yfirlýsingu félagsins sagði: „Norwich City getur staðfest að félagið hefur slitið samstarfi við aðalþjálfara Liam Manning. Aðstoðarþjálfarinn Chris Hogg og James Krause hafa einnig yfirgefið félagið.“
Manning tók við Norwich í nóvember á síðasta ári og byrjaði vel, en liðið hefur strögglað verulega á þessu tímabili og situr nálægt fallsæti deildarinnar.
Norwich mun nú hefja leit að nýjum þjálfara í von um að snúa gengi sínu við og forðast frekari fallbaráttu.