fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Rekinn úr starfi í gær

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 9. nóvember 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liam Manning hefur verið rekinn frá Norwich eftir dramatískt tap gegn Leicester á Carrow Road. Jordan James skoraði sigurmarkið á 92. mínútu og tryggði Leicester 2-1 endurkomusigur í dag.

Úrslitin urðu til þess að Norwich varð fyrsta liðið í sögu Championship til að tapa fyrstu sjö heimaleikjum sínum á einu tímabili.

Stuttu eftir leikinn staðfesti félagið brottreksturinn. Í yfirlýsingu félagsins sagði: „Norwich City getur staðfest að félagið hefur slitið samstarfi við aðalþjálfara Liam Manning. Aðstoðarþjálfarinn Chris Hogg og James Krause hafa einnig yfirgefið félagið.“

Manning tók við Norwich í nóvember á síðasta ári og byrjaði vel, en liðið hefur strögglað verulega á þessu tímabili og situr nálægt fallsæti deildarinnar.

Norwich mun nú hefja leit að nýjum þjálfara í von um að snúa gengi sínu við og forðast frekari fallbaráttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Í gær

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig