fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 9. nóvember 2025 09:00

John Terry í leik með Chelsea.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Terry hefur viðurkennt að hann sé stressaður yfir möguleikanum á að Arsenal slái met Chelsea fyrir fæst mörk fengin á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Terry var lykilmaður í liði José Mourinho tímabilið 2004-05 þegar Chelsea fékk aðeins á sig 15 mörk á leið sinni að Englandsmeistaratitlinum met sem hefur staðið í 20 ár.

Nokkur lið hafa komist nærri, þar á meðal Chelsea sjálft árið eftir (22 mörk), Manchester United 2007-08 og Liverpool 2018-19.

En nú er talið að Arsenal gæti ógnað metinu. Lið Mikel Arteta hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í fyrstu ellefu leikjum tímabilsins, þrátt fyrir að hafa spilað á erfiðum útivöllum eins og Old Trafford, Anfield og St James’ Park.

„Ég verð að viðurkenna að ég er aðeins farinn að hafa áhyggjur,“ sagði Terry á TikTok.

„Ég fylgist með leikjaplani þeirra og hvar þeir gætu fengið á sig mark. Þeir líta mjög vel út. Ég held samt að metið verði erfitt að slá, en ég er smá stressaður.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Í gær

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig