

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, og Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni.
Cristiano Ronaldo skellti sér í viðtal við Piers Morgan á dögunum, eins og hann gerir endrum og sinnum. Viðtalið hefur orðið fréttamatur í kjölfarið en til að mynda vakti athygli að Ronaldo, sem er fertugur, sagði að það styttist í annan enda ferilsins.
„Hann hættir bara eftir HM,“ sagði Bjarni í þættinum og Elvar túlkaði þetta eins.
„Hann er svolítið að ýja að því. Hann er reyndar með samning í ár til viðbótar eftir HM en hann hættir þegar hann vill hætta,“ sagði hann.
Þátturinn í heild er í spilaranum.