fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. nóvember 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, segir að hann hafi þurft að róa ungstirnið Estevão Willian þegar Brasilíumaðurinn kvartaði yfir kuldanum í London.

Estevão, 18 ára, hefur átt góða fyrstu mánuði hjá Chelsea, þó hann hafi ekki byrjað í deildarleik síðan í september.

Hann sýndi þó hæfileika sína glöggt í 2-2 jafntefli gegn Qarabag í Meistaradeildinni á miðvikudag og var besti maður Chelsea í þeim leik.

Maresca íhugar nú að gefa honum byrjunarliðssæti þegar Wolves kemur í heimsókn á laugardag. „Hann er klár í að byrja,“ sagði Maresca.

„En ef hann byrjar, þá fer annar á bekkinn og sá vill líka byrja. Við reynum að gera það sem er best fyrir hann og hjálpa honum að aðlagast Englandi.“

Hann hló þegar hann rifjaði upp kvartanir Brasilíumannsins: „Í síðustu viku sagði hann að væri rosalega kalt. Ég sagði honum: Þetta er enn hlýtt! Bíddu eftir desember og janúar!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina
433Sport
Í gær

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York
433Sport
Í gær

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli