

Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, segir að hann hafi þurft að róa ungstirnið Estevão Willian þegar Brasilíumaðurinn kvartaði yfir kuldanum í London.
Estevão, 18 ára, hefur átt góða fyrstu mánuði hjá Chelsea, þó hann hafi ekki byrjað í deildarleik síðan í september.
Hann sýndi þó hæfileika sína glöggt í 2-2 jafntefli gegn Qarabag í Meistaradeildinni á miðvikudag og var besti maður Chelsea í þeim leik.
Maresca íhugar nú að gefa honum byrjunarliðssæti þegar Wolves kemur í heimsókn á laugardag. „Hann er klár í að byrja,“ sagði Maresca.
„En ef hann byrjar, þá fer annar á bekkinn og sá vill líka byrja. Við reynum að gera það sem er best fyrir hann og hjálpa honum að aðlagast Englandi.“
Hann hló þegar hann rifjaði upp kvartanir Brasilíumannsins: „Í síðustu viku sagði hann að væri rosalega kalt. Ég sagði honum: Þetta er enn hlýtt! Bíddu eftir desember og janúar!“