
Nokkrir skólar í Birmingham munu loka fyrr í dag vegna leiks Aston Villa við Maccabi Tel Aviv í Evrópudeildinni.
Leikurinn hefur verið skilgreindur sem hááhættuleikur af yfirvöldum í borginni. Aston Villa fékk fyrirmæli um að selja ekki miða til stuðningsmanna Maccabi, eftir að lögreglan lýsti yfir áhyggjum af öryggi og mögulegum mótmælum.
Meira
Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum
Um 700 lögreglumenn verða á vakt á leikdegi og búist er við mótmælum, bæði frá þeim sem eru á bandi Palestínu og Ísarel í kringum leikinn.
Samkvæmt enskum miðlum hefur nokkrum skólum verið ráðlagt að loka fyrr vegna ástandsins.
Forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer, gagnrýndi þá ákvörðun að meina stuðningsmönnum Maccabi að fá miða á leikinn og sagði hana ranga.
Maccabi Tel Aviv hefur þegar tilkynnt að félagið muni hafna öllum miðum fyrir í gestahólfið og segir öryggi stuðningsmanna sinna í forgangi.