
Cristiano Ronaldo hefur gefið í skyn að ferill hans sé að nálgast endalok og viðurkennir að það verði tilfinningaþrungið þegar hann ákveður að leggja skóna á hilluna.
Í viðtali við Piers Morgan sagði þessi 40 ára framherji Al-Nassr að hann sé undirbúinn fyrir daginn þegar hann hættir, þó hann viti að það verði erfitt.
„Já, ég get ímyndað mér endalokin, þau koma brátt,“ sagði Ronaldo.
„Ég mun vera undirbúinn, það verður erfitt, ég mun örugglega gráta. En ég held að ég verði tilbúinn. Allt á sér endi, og þá mun ég hafa meiri tíma fyrir annað.“
Ronaldo hefur auðvitað átt einstakan feril með Real Madrid, Manchester United, Juventus og portúgalska landsliðinu.