

Annekee Molenaar var mikið í fréttum í sumar í kjölfar þess að hún og Matthijs de Ligt, leikmaður Manchester United, fóru hvort í sína áttina. Hún hefur nú stolið fyrirsögnum erlendra götublaða á ný.
Parið ákvað að skilja í sumar en sagan segir að andlegt ferðalag Moleenar, sem tók æ meira pláss, hafi farið verulega í taugarnar á De Ligt, sem var ekki á sömu blaðsíðu. Endaði þetta allt saman með skilnaði.
Meira
Fékk upp í kok af andlegu ferðalagi eiginkonunnar og bað um skilnað
Molenaar virðist njóta lífsins án De Ligt en hún birti nektarmyndir á samfélagsmiðlum á dögunum, sem hafa vakið mikla athygli. Er hún þar á sólarströnd að hafa það náðugt. Hilur Molenaar aðeins sitt allra heilagasta á myndunum.
Þess má geta að De Ligt er í fullu fjöri með United þessa dagana, en liðið virðist vera að snúa við ansi döpru gengi undanfarna mánuði. Liðið og stuðningsmenn leyfa sér að dreyma um að ná Meistaradeildarsæti í vor.
