
Samkvæmt Football Insider fylgist Liverpool grannt með Kevin, kantmanninum efnilega hjá Fulham, sem hefur vakið mikla athygli á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.
Félagið á að hafa sent njósnara að fylgjast með þessum 22 ára gamla Brasilíumanni í 3–0 sigri Fulham á Wolves um helgina. Þar átti Kevin mjög flottan leik.
Kevin gekk til liðs við Fulham á síðasta degi félagaskiptagluggans í sumar frá Shakhtar Donetsk fyrir um 35 milljónir punda og er hann dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Liverpool fjárfesti afar vel í sumar en hefur það ekki skilað sér í árangri innan vallar. Hefur liðið verið í brasi undanfarnar vikur.