
Declan Rice segir að hann sé í besta formi ferilsins og er hann fullur sjálfstrausts.
Rice er að eiga magnað tímabil og var enn og aftur frábær í 3-1 sigri Arsenal á Bayern Munchen í Meistaradeildinni í gær.
„Ég er líklega að spila besta fótboltann á ferlinum núna. Ég er svo öruggur, bæði á æfingum og þegar ég stíg á völlinn. Líklega er ég í besta líkamlega standinu sem ég hef nokkru sinni verið í líka,“ segir Rice.
„Ég er mjög ánægður með leik minn. Vona að þetta haldi áfram lengi,“ bætti hann við.
Rice gekk í raðir Arsenal frá West Ham sumarið 2023 og hefur verið lykilmaður allar götur síðan.