
Nafn sem fæstir bjuggust við hefur skotið upp kollinum í umræðunni um mögulegan arftaka Arne Slot hjá Liverpool.
Samkvæmt Teamtalk er Ange Postecoglou, fyrrverandi þjálfari Tottenham og Nottingham Forest, meðal þeirra sem stjórn Liverpool horfir til og henti félaginu vel.
Liverpool tapaði 4-1 fyrir PSV Eindhoven í Meistaradeildinni í gær og hefur nú tapað þremur leikjum í röð. Liðið situr í 12. sæti í ensku úrvalsdeildinni og pressan á Slot eykst.
Postecoglou var látinn fara frá Forest fyrr á tímabilinu eftir slæma byrjun, en hann var rekinn frá Tottenham í sumar eftir að hafa endað með liðið í 17. sæti í vor, þó hann hafi unnið Evrópudeildina.
Teamtalk bætir við að 3-4 slæm úrslit í viðbót gætu gert út um Slot hjá Liverpool.