

Hákon Arnar Haraldsson miðjumaður Lille var í byrjunarlðinu þegar liðið vann sannfærandi 4-0 sigur á Dynamo Zagreb í kvöld í Evrópudeildinni.
Hákon var allt í öllu í leik franska liðsins og lagði upp tvö mörk í sigri liðsins.
Elías Rafn Ólafsson stóð í marki FC Midtjylland þegar liðið tapaði 2-1 á útivelli gegn Roma í sömu keppni.
Eggert Aron Guðmundsson var í byrjunarliði Brann sem heimsótti PAOK frá Grikklandi Í Evrópudeildnni. Norska liðið jafnaði seint í leiknum og endaði leikurinn 1-1, Freyr Alexandersson er þjálfari Brann.
Í Sambandsdeildinni var Gísli Gottskálk Þórðarson á bekknum hjá Lech Poznan þegar liðið vann 2-0 sigur á Lausanne frá Sviss. Gísli kom inn sem varamaður og lék rúmar fimmtán mínútur.