
Noni Madueke, leikmaður Arsenal, er spenntur fyrir leik helgarinnar þegar hans lið mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Madueke gekk í raðir Arsenal frá Chelsea í sumar. Hann sneri nýverið aftur á völlinn eftir meiðsli og í gær skoraði kantmaðurinn gegn Bayern Munchen í 3-1 sigri í Meistaradeildinni
„Ég get ekki beðið! Þú ferð ert í 8 vikur án þess að gera það sem þú elskar mest í heiminum, þá ert þú sannarlega klár í að koma á völlinn,“ sagði Madueke eftir leik.
Arsenal er á toppi deildarinnar með sex stiga forskot á Chelsea, sem er einmitt í öðru sæti.
„Fyrsta gegn öðru, þeir eru frábært lið og við erum með frábært lið, svo þetta verður góður leikur,“ sagði Madueke.