fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Albert sýknaður í landsrétti

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 15:11

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, var í landsrétti í dag sýknaður af ákæru um nauðgun. Þetta kemur fram á Vísi.

Albert var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í október í fyrra af ákæru fyrir að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. Var þeirri niðurstöðu áfrýjað til landsréttar.

Á Vísi kemur enn fremur fram að niðurstaðan í dag sé svo að tveir dómarar landsréttar af þremur vildu að Albert yrði sýknaður en að einn þeirra hafi skilað sératkvæði og vildi sakfella.

„Þannig að það er hársbreidd,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir, réttargæslumaður konunnar, við Vísi.

Albert er leikmaður ítalska stórliðsins Fiorentina og landsliðsmaður Íslands. Hann var með íslenska liðinu í mikilvægum leikjum gegn Aserbaísjan og Úkraínu í undankeppni HM fyrr í þessum mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst
433Sport
Í gær

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega
433Sport
Í gær

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór