
Cristiano Ronaldo lét útbúa sérsmíðað úr frá Jacob & Co fyrir alla leikmenn portúgalska landsliðsins og eitt þeirra var sent til fjölskyldu Diogo Jota.
Samkvæmt fréttum frá Portúgal voru úrin afhent fyrir fyrsta leik Portúgal í undankeppni HM og fékk fjölskylda Jota úr merkt nafni hans og númeri.
Blaðamaðurinn Nuno Luz segir að þetta hafi verið gert án nokkurrar auglýsingar og sýni vel hversu einlægur Ronaldo sé.
Eins og flestir vita lést Jota í skelfilegu bílslysi í sumar ásamt bróður sínum, Andre Silva.