

Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, telur að fall Liverpool frá toppbaráttunni megi rekja til ferðar Arne Slot til Ibiza undir lok síðasta tímabils.
Myndir náðust af þjálfaranum skemmta sér með Wayne Lineker á Ibiza í maí, skömmu eftir 2–2 jafntefli Liverpool gegn Arsenal. Að þeim tíma hafði liðið tryggt sér Englandsmeistaratitilinn.
Liverpool missti hins vegar flugið í lok tímabilsins og hafa ekki náð sér á strik á þessu tímabili. Liðið situr nú í 12. sæti deildarinnar á og hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum.
3–0 tap gegn Nottingham Forest á Anfield á laugardag bættu gráu ofan á svart.
Scholes sagði í hlaðvarpinu The Good, The Bad and The Football að ferðin hefði taktlaus og óvirðing við aðra. Hann rifjaði upp. „Mér finnst þetta hafa byrjað í lok síðasta tímabils. Þeir unnu deildina, formið versnaði og svo fóru þeir til Ibiza. Arne Slot var að DJ-a, áður en tímabilinu var lokið. Mér finnst það óvirðing,“ sagði Scholes.
Nicky Butt, fyrrverandi samherji Scholes, var gestur með honum í þættinum.