

Atli Sigurjónsson hefur ákveðið að flytja til Akureyrar og kveður því KR. Mun hann semja við uppeldisfélagið sitt, Þór, sem er komið aftur í Bestu deildina.
Atli á langan og farsælan feril með KR, mest sem sóknarmaður sem heillaði áhorfendur með liprum leik. Hann varð Íslandsmeistari 2013 og 2019 og bikarmeistari 2012 og 2014.
Atli lék 340 leiki með KR yfir 12 keppnistímabil og skoraði alls 60 mörk, hann er því fimmti leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi.
Hann fór í Breiðablik í stutta stund á milli þessara ára sem hann var Í KR.