
Jóhannes Karl Guðjónsson er nýr þjálfari karlaliðs FH. Þetta hefur legið í loftinu en er nú staðfest af félaginu.
Árni Freyr Guðnason verður honum til aðstoðar. Hann er FH-ingur en stýrði karlaliði Fylkis á síðustu leiktíð.
Jóhannes kemur frá danska C-deildarliðinu AB í Kaupmannahöfn, en hann lét af störfum þar á dögunum.
Jóhannes var þar áður aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins og þjálfari karlaliðs ÍA.
FH hafnaði í sjötta sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð. Eftir það hafa Heimir Guðjónsson og Kjartan Henry Finnbogason horfið á braut sem aðal- og aðstoðarþjálfari.
Jóhannes Karl Guðjónsson tekur við FH 🤝
Árni Freyr Guðnason nýr aðstoðarmaður🫡#ViðErumFH pic.twitter.com/aKrmBIcBGr— Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) November 26, 2025