fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Gerrard vill ekki fara í starf á Englandi fyrr en í apríl – Myndi tapa tæpum tveimur milljörðum ef hann kæmi fyrr

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. nóvember 2025 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steven Gerrard stefnir á að snúa aftur í stjórastarf á Englandi en ekki fyrr en í apríl af ástæðu sem tengist háum skattgreiðslum.

Liverpool goðsögnin hefur verið atvinnulaus frá því hann yfirgaf Al-Ettifaq í janúar, en hann hefur verið orðaður við bæði Middlesbrough og fyrrum félag sitt , Rangers.

Samkvæmt TalkSPORT er ástæða þess að Gerrard vill ekki taka við starfi fyrr en síðar sú að hann þyrfti að endurgreiða allt að 45 prósent af tekjum sínum í skatt ef hann kæmi heim til Bretlands varanlega fyrir vorið.

Þar sem Gerrard þénaði um 22 milljónir punda í Sádi-Arabíu væri skattgreiðslan um 10 milljónir punda, og skiljanlega vill hann forðast slíka upphæð.

Fleiri enski leikmenn hafa lent í svipaðri stöðu. Jordan Henderson varð að fara í gegnum Ajax áður en hann sneri aftur í ensku úrvalsdeildina til að sleppa við háa skatta. Michael Beale, aðstoðarmaður Gerrard hjá Rangers og Al-Ettifaq, er í sömu stöðu, og Ivan Toney gæti einnig þurft að huga að þessu ef hann ákveður að snúa aftur á England.

Þrátt fyrir stirða reynslu í Sádi-Arabíu hefur þó ekki verið skortur á áhugasömum liðum á Gerrard.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allt var klappað og klárt fyrir endurkomu Messi – Þá kom höggið

Allt var klappað og klárt fyrir endurkomu Messi – Þá kom höggið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Theodór Elmar hættur hjá KR

Theodór Elmar hættur hjá KR
433Sport
Í gær

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Í gær

Yfirgefur Breiðablik fyrir FH

Yfirgefur Breiðablik fyrir FH