

Steven Gerrard stefnir á að snúa aftur í stjórastarf á Englandi en ekki fyrr en í apríl af ástæðu sem tengist háum skattgreiðslum.
Liverpool goðsögnin hefur verið atvinnulaus frá því hann yfirgaf Al-Ettifaq í janúar, en hann hefur verið orðaður við bæði Middlesbrough og fyrrum félag sitt , Rangers.
Samkvæmt TalkSPORT er ástæða þess að Gerrard vill ekki taka við starfi fyrr en síðar sú að hann þyrfti að endurgreiða allt að 45 prósent af tekjum sínum í skatt ef hann kæmi heim til Bretlands varanlega fyrir vorið.
Þar sem Gerrard þénaði um 22 milljónir punda í Sádi-Arabíu væri skattgreiðslan um 10 milljónir punda, og skiljanlega vill hann forðast slíka upphæð.
Fleiri enski leikmenn hafa lent í svipaðri stöðu. Jordan Henderson varð að fara í gegnum Ajax áður en hann sneri aftur í ensku úrvalsdeildina til að sleppa við háa skatta. Michael Beale, aðstoðarmaður Gerrard hjá Rangers og Al-Ettifaq, er í sömu stöðu, og Ivan Toney gæti einnig þurft að huga að þessu ef hann ákveður að snúa aftur á England.
Þrátt fyrir stirða reynslu í Sádi-Arabíu hefur þó ekki verið skortur á áhugasömum liðum á Gerrard.