
Federico Chiesa gæti verið á leið frá Liverpool í janúar þar sem Inter, AC Milan og Roma fylgjast náið með stöðu hans ef marka má ítalska miðla.
Kantmaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar undir stjórn Arne Slot og hefur enn ekki byrjað leik í ensku úrvalsdeildinni. Meiðsli hafa einnig sett strik í reikninginn frá því hann kom frá Juventus fyrir síðustu leiktíð á lítinn pening.
Nokkur ítölsk félög hafa þegar rætt við Liverpool og umboðsmenn Chiesa um mögulegt lán eða kaup í janúar. Enska félagið er opið fyrir báðu.
Ítalinn vill reglulegan spilatíma, sérstaklega með ítalska landsliðið í huga, og því er talið líklegt að hann fari fram á félagaskipti nema staða hans breytist.