
Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkennir að staðan á liðinu sé langt frá því að vera ásættanleg. Gengið hefur verið skelfilegt undanfarið.
„Staðan er óásættanleg. Þetta er ekki sú staða sem þú vilt sjá, sérstaklega ekki hjá Liverpool. Nú þurfum við einfaldlega að fara að vinna leiki aftur, en til þess þurfum við að gera hlutina miklu betur,“ segir Slot.
„Ég tek ábyrgð, mér líður illa yfir þessu. Sem stjóri reyni ég að leiða með fordæmi og leggja enn harðar að mér. Mér hefði aldrei dottið í hug að við værum í þessari stöðu miðað við leikskipulagið og gæðin sem við höfum.“
Slot segir varnartölfræðina sérstaklega áhyggjuefni.
„Fjöldi marka sem við erum að fá á okkur er nánast fáránlegur. Í fyrra vorum við með núll fengin á okkur úr föstum leikatriðum á þessum tíma, nú eru þau níu.“
Þrátt fyrir erfiða stöðu er Slot bjartsýnn á að Englandsmeistararnir taki sig saman í andlitinu.
„Ég hef sagt margoft að það eru engar afsakanir fyrir frammistöðu eins og þessari (í 0-3 tapi gegn Nottingham Forest um helgina). En ef einhver klúbbur á að takast á við svona tíma, þá er það þessi. Því erfiðara sem það verður, því meira stöndum við saman.“