fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Idrissa Gana Gueye, miðjumaður Everton, hefur stigið fram og beðist afsökunar eftir að hafa fengið beint rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga sinn, Michael Keane, í 0-1 sigrinum gegn Manchester United.

Atvikið átti sér stað á 13. mínútu þegar samherjarnir rifust sín á milli inni. Í öllu látunum sló Gueye til Keane og fékk fyrir það verðskuldað rautt spjald.

Meira
Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga

Everton tókst samt sem áður að vinna frækinn sigur manni færri með marki Kiernan Dewsbury-Hall.

„Ég vil byrja á því að biðja liðsfélaga minn Michael Keane afsökunar. Ég ber fulla ábyrgð á gjörðum mínum. Ég bið einnig alla leikmenn, starfslið, stuðningsmenn og félagið afsökunar.

Þetta endurspeglar ekki þann mann sem ég hef að geyma eða þau gildi sem ég stend fyrir. Tilfinningar geta vaknað, en ekkert réttlætir svona hegðun. Ég skal sjá til þess að þetta gerist ekki aftur,“ segir Gueye.

David Moyes, stjóri Everton, staðfesti að Gueye hefði beðist afsökunar í klefanum strax eftir leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefði aldrei selt Trossard

Hefði aldrei selt Trossard
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Í gær

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki
433Sport
Í gær

Arnór Ingvi á leið heim?

Arnór Ingvi á leið heim?
433Sport
Í gær

Urðaði yfir heimsfrægan mann og lýsti hegðun hans ítarlega – „Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn“

Urðaði yfir heimsfrægan mann og lýsti hegðun hans ítarlega – „Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn“