
Harry Kane segist ekkert hafa heyrt frá Barcelona þrátt fyrir sögusagnir síðustu daga. Í samtali við Bild segir framherjinn að hann sé rólegur yfir stöðunni og mjög ánægður í Munchen.
„Ég hef ekki haft nein samskipti við neinn. Ég er mjög ánægður hér, þó við höfum ekki enn rætt mína framtíð hjá Bayern,“ sagði Kane.
„Það er engin ástæða til að flýta sér. Ég er virkilega ánægður í Munchen. Það er mjög ólíklegt að nokkuð breytist eftir tímabilið.“
Kane hefur bæði verið orðaður við endurkomu til Englands og Barcelona í ljósi klásúlu í samningi hans við Bayern sem tekur gildi næsta sumar.