
Viktor Gyökeres verður ekki með Arsenal gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni annað kvöld en vonir standa til að hann verði klár í næstu leiki.
Mikel Arteta staðfesti á blaðamannafundi að framherjinn, sem glímir við meiðsli, sé á réttri leið líkt og Kai Havertz, sem hefur glímt við meiðsli frá upphafi tímabils.
„Tilfinningin er mjög góð bæði varðandi Gyökeres og Havertz,“ sagði Arteta.
„Á næstu dögum fara þeir í frekari skoðanir til að sjá hvort við getum haft þá klára fyrir helgina.“
Gyökeres gekk í raðir Arsenal frá Sporting í sumar og hefur átt þokkalegt tímabil það sem af er.