fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Efnilegur leikmaður frá FH í Val

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 21:30

Mynd: Valur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Brynja Kristinsdóttir er gengin í raðir Vals frá FH, en frá þessu var greint í dag.

Margrét er aðeins 19 ára gömul og spilaði hún 17 leiki fyrir FH í deild og bikar í sumar, þar sem hún vakti athygli á miðjunni.

Tilkynning Vals
Valur hefur samið við miðjumanninn efnilega Margréti Brynju Kristinsdóttur, sem kemur til félagsins frá FH. Margrét sem er 19 ára gömul hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Margrét er talin ein af efnilegustu ungu knattspyrnukonum landsins. Hún hefur vakið athygli fyrir frábæran leikskilning, góða tækni og mikinn vinnuanda á miðjunni. Þá hefur hún leikið með íslenskum landsliðum í yngri flokkum og sýnt þar að hún býr yfir gæðum og metnaði sem lofa góðu til framtíðar.

Gareth Owen, tæknilegur ráðgjafi Vals, segir: „Við erum gríðarlega ánægð að fá Margréti til okkar í Val. Hún hefur ítrekað sýnt að hún er kraftmikil, metnaðarfull og spennandi leikmaður sem á eftir að styrkja liðið strax. Við höfum mikla trú á hæfileikum hennar og teljum að hún muni dafna og blómstra í okkar umhverfi. Þetta er stórt og eðlilegt næsta skref á hennar ferli.“

Valur býður Margréti Brynju innilega velkomna í rauða búninginn og hlakkar til að sjá hana hefja æfingar á Hlíðarenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Hareide með krabbamein í heila

Hareide með krabbamein í heila