
Það hefur lítið gengið upp hjá Liverpool á leiktíðinni og það sama má segja um rándýra stjörnu félagsins, Alexander Isak.
Liverpool greiddi um 130 milljónir punda fyrir Isak eftir frábær ár hans hjá Newcastle. Sænski framherjinn hefur þó alls ekki staðið undir væntingum má Anfield.
Nú hefur Isak byrjað fjóra leiki Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og hafa þeir allir tapast, það er nýtt met.
Það hefur nefnilega enginn annar leikmaður í sögu Liverpool verið í tapliðinu í öllum fyrstu fjórum byrjunarliðsleikjum sínum í deildinni.
4 – Alexander Isak is the first Liverpool player in Premier League history to end on the losing side in each of his first four starts for the club. Unfortunate. pic.twitter.com/gJLnUqkek1
— OptaJoe (@OptaJoe) November 22, 2025