
Stjarnan hefur tilkynnt um ráðningu á Hrannari Boga Jónssonar í stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla.
Hrannar verður Jökli Elísabetarsyni til halds og trausts. Stjörnumenn náðu Evrópusæti í haust og eru stórhuga fyrir næsta sumar.
Tilkynning Stjörnunnar
Hrannar Bogi Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.
Hrannar Bogi kemur til Stjörnunnar frá Breiðablik þar sem hann þjálfaði 2.flokk. Hrannar þjálfaði þar á undan Augnablik frá árinu 2022 til ársins 2025.
„Ég er hrikalega spenntur fyrir því að hefja störf hjá Stjörnunni og þakklátur fyrir þetta tækifæri. Þetta er spennandi hópur og kem ég inn í virkilega skemmtilegt verkefni. Ég get ekki beðið eftir því að hitta strákana og byrja“ segir Hrannar um vistaskiptin.
Við bjóðum Hrannar hjartanlega velkominn í Garðabæinn og tökum vel á móti honum!
SKÍNI STJARNAN