fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Hareide með krabbamein í heila

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. nóvember 2025 21:21

Age Hareide. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Åge Hareide, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, hefur greinst með krabbamein á heila. Hefur það mikil áhrif á tal- og hreyfigetu.

Hann segir frá þessu í samtali við VG. Greint var frá því að Hareide væri að glíma við erfið veikindi á dögunum og nú hafa hann og fjölskylda hans greint frá eðli þeirra.

Hareide, sem er 72 ára gamall, var að íhuga að snúa aftur í þjálfun með landsliði Óman áður en veikdinin komu upp en nú hefur hann staðfest að hann muni ekki taka að sér fleiri störf í þjálfun.

Bendik sonur hans segir fjölskylduna nú taka einn dag í einu og ætlar hún sér að njóta jólanna saman.

Hareide sá landsliðs sitt, Noreg, tryggja sig inn á HM á dögunum og setur stefnuna á að vera á mótinu vestan hafs á næsta ári. Það fer þó auðvitað eftir heilsunni, sem er í fyrsta sæti.

Hareide tók við íslenska landsliðinu vorið 2023 og var aðeins einum leik frá því að koma því á EM ári síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mögnuð frammistaða Messi í gærkvöldi vekur athygli

Mögnuð frammistaða Messi í gærkvöldi vekur athygli
433Sport
Í gær

Segir Aron hafa verið „fáránlega svekktan“ með hlutverk sitt í landsleikjunum á dögunum

Segir Aron hafa verið „fáránlega svekktan“ með hlutverk sitt í landsleikjunum á dögunum
433Sport
Í gær

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“