fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Ræðir í fyrsta sinn stirt samband við Salah og frægt atvik

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. nóvember 2025 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sadio Mané hefur í fyrsta sinn rætt opinskátt um stirt samband sitt við Mohamed Salah á meðan þeir spiluðu saman hjá Liverpool, þar á meðal fræga upphlaupið gegn Burnley árið 2019.

Tvíeykið myndaði eitt öflugasta sóknarpar Evrópu undir stjórn Jürgen Klopp og skilaði Liverpool fjórum stórum titlum, þar á meðal fyrsta deildarmeistaratitlinum í 30 ár. Samt hefur Salah viðurkennt að spenna hafi verið á milli þeirra utan vallar.

Í Rio Ferdinand Presents rifjaði Mané upp atvikið á Turf Moor, þegar hann varð æfur út af því að Salah hafi ekki sent á hann í dauðafæri. „Ég var virkilega, virkilega reiður,“ sagði Mané.

Myndbandið af Roberto Firmino brosa lúmskt milli þeirra í göngunum fór síðar eins og eldur um sinu á netinu.

Mané segist þó hafa leyst málið við Salah daginn eftir. „Hann kom til mín og sagði: ‘Þú heldur að ég hafi ekki viljað senda á þig? Ég sá þig einfaldlega ekki.’ Við töluðum saman og ég sagði: ‘Ég var bara svekktur því þú getur sent á mig oftar.’“

Senegalinn segir atvikið hafa gert þá nánari. „Frá þeim degi urðum við nánir vinir. Þetta var aldrei persónulegt, Mo vill bara skora. Ég sagði við hann: ‘Ég get hjálpað þér að vera markakóngur.’“

Mané spilar nú með Al-Nassr í Sádi-Arabíu eftir brottför sína frá Liverpool árið 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Komust á HM í vikunni en Trump hefur bannað öllum frá landinu að ferðast til Bandaríkjanna

Komust á HM í vikunni en Trump hefur bannað öllum frá landinu að ferðast til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga
433Sport
Í gær

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum