
Bukayo Saka er sagður nálægt því að skrifa undir nýjan langtímasamning við Arsenal sem gildir til ársins 2030, samkvæmt RMC Sport.
Samningaviðræður eru komnar á lokametrana og vonast félagið til að staðfesta fregnir af nýjum samningi enska landsliðsmanninn fyrir áramót.
Saka er með samning til 2027, en vilji er frá báðum aðilum um að tryggja framtíð hans hjá féalaginu til lengri tíma. Arsenal vill ganga frá þessu sem fyrst, enda er Saka talinn einn mikilvægasti leikmaður liðsins.
Samningaviðræður við Saka koma í kjölfar þess að William Saliba framlengdi samning sinn í september. Arsenal vinnur nú að því að tryggja framtíð fleiri lykilmanna hjá félaginu, má þar nefna Declan Rice og Jurrien Timber.