
Kobbie Mainoo fær lítið að spila hjá Manchester United og gæti farið annað á láni í janúar. West Ham og Napoli hafa verið nefnd til sögunnar til að mynda.
Stefan Schwarz, fyrrverandi leikmaður Arsenal og Sunderland, telur að Mainoo myndi plumma sig vel hjá Skyttunum.
„Arsenal hugsar best um unga leikmenn. Arteta er óhræddur við að treysta þeim þegar þeir eru tilbúnir. Það er fullkomið umhverfi fyrir Mainoo,“ segir Schwarz.
Mainoo var í stóru hlutverki undir stjórn Erik ten Hag en Amorim virðist ekki hafa eins mikla trú á honum.