fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Stubbur framlengir við KA

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 16:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinþór Már Auðunsson eða Stubbur eins og hann er iðulega kallaður skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2026.

„Eru þetta ákaflega góðar fréttir fyrir okkur KA-menn enda hefur Stubbur verið einn besti markvörður Bestudeildarinnar undanfarin ár. Stubbur er uppalinn hjá félaginu og lék í sumar sinn 100. keppnisleik fyrir KA. Hann lék sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir KA sumarið 2007, þá aðeins 17 ára gamall en frá árinu 2010 lék hann með Völsung, Dalvík/Reyni, Þór og Magna. Með Magna var hann lykilleikmaður í ævintýrinu í næstefstu deild áður en hann sneri loks aftur heim í KA árið 2021,“ segir á vef KA.

Hann hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína í KA búningnum í kjölfarið en hann var meðal annars valinn besti leikmaður KA sumarið 2021 auk þess að vera valinn besti markvörður tímabilsins af sérfræðingum Pepsi Max stúkunnar og valinn í úrvalslið Morgunblaðsins.

Þá átti hann heldur betur risastóran þátt í því þegar KA stóð uppi sem Bikarmeistari í fyrsta skiptið í sögunni sumarið 2024 en stórbrotin markvarsla hans seint í leiknum mun seint renna okkur KA mönnum úr minni en þá var staðan 1-0.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum