

Breiðablik tryggði sér ótrúlegan sigur á Fortuna Hjörring og komst í 8-liða úrslit Evrópubikarsins eftir æsispennandi einvígi í Danmörku. Heimakonur komust í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks, en Heiðdís Lillýardóttir og Samantha Smith jöfnuðu fyrir Blika með tveimur mörkum.
Undir lok venjulegs leiktíma kom Samantha gestunum yfir og sendi leikinn í framlengingu en danska liðið hafði unnið fyrri leikin.
Þar stigu Blikar upp enn á ný og Edith Kristín Kristjánsdóttir tryggði þeim sigur með marki snemma í seinni hluta framlengingar. Breiðablik snéri þar með einvíginu við eftir 1-0 tap í fyrri leik og er komið áfram í keppninni.
Blikar mæta Hacken í átta liða úrslitum.