fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson náði á ótrúlegan máta að koma írska karlalandsliðinu í umspil um sæti á HM á dögunum. Ræða hans úr klefa liðsins hefur nú verið birt á vef knattspyrnusambandsins.

Írska liðið var í brekku fyrir landsleikjagluggann á dögunum, þurfti að vinna Portúgal á heimavelli og Ungverja úti. En viti menn, það hafðist.

Það var útlit fyrir að Írar myndu rétt missa af umspilssæti þar sem staðan var 2-2 í Ungverjalandi í uppbótartíma, en á lokaandartökum leiksins skoraði Troy Parrott sigurmarkið og fullkomnaði þrennuna.

„Þið eruð búnir að búa til umhverfi þar sem þið fáið alltaf tækifæri til að taka næsta skref. Það verður alltaf stærra og stærra próf fyrir framan ykkur,“ segir Heimir til að mynda í ræðunni, sem veldur sennilega gæsahúð hjá mörgum.

„Það eru allir svo hátt uppi í þjóðinni, en ímyndið ykkur möguleikana sem þetta hefur opnað fyrir ykkur. Allir vilja vera vinir ykkar núna, en einbeitið okkur að þeim sem hafa verið með ykkur á þessu ferðalagi.“

Á fjórða hundrað manns hafa sett athugasemd undir færsluna þar sem ræðan er birt. Fólk keppist við að hrósa Heimi. Skjótt skipast veður í lofti, en margir voru pirraðir á genginu undir stjórn Heimis fyrir nokkrum dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Í gær

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar
433Sport
Í gær

United hafnaði þessu tilboði Chelsea í sumar – Töldu áhættuna of mikla vegna meiðsla

United hafnaði þessu tilboði Chelsea í sumar – Töldu áhættuna of mikla vegna meiðsla