

Fótboltasagan var skrifuð í Karíbahafi í nótt þegar Curaçao tryggði sér óvæntan farseðil á HM með markalausu jafntefli gegn Jamaíka í Kingston.
Litla eyþjóðin, með um 155 þúsund íbúa, náði toppsætinu í riðlinum eftir að Jamaíka mistókst að vinna síðustu tvo leiki sína.
Curaçao tók þar með met okkar Íslendinga en við urðum fámensta þjóð sem hafði tekið þátt á HM árið 2018, það met er úr sögunni. Fögnuður í sjónvarpinu þar í landi vakti mikla athygli.
VAR varð til þess að fagnaðarlæti brutust út hjá sjónvarpsþulunum frá Curaçao þegar niðurstaðan var staðfest og liðið stóð uppi með eina sjálfvirku HM-sætið. Þar með mun liðið taka þátt í sínu fyrsta Heimsmeistaramóti næsta sumar
Jamaíka, sem hafði talið sig líklegra í riðlinum, þarf nú að fara leiðina í gegn um umspil. Dregið verður í það á morgun og leikirnir fara fram í Mexíkó.
Það hefði þó getað farið á annan veg, heimamenn hefðu þurft aðeins eitt mark í gærkvöldi til að endanlega tryggja sér áframhald, en Curaçao hélt út og skrifaði fótboltaundrið sitt inn í sögubækurnar.
Reaction of commentator in Direct TV Curacao after referee canceled penalty for Jamaica and make 🇨🇼 Curaçao qualified to FIFA World Cup 2026
🎥 : Direct TV Curacao#WCQ2026 #CONCACAFQualifiers #JAMCUR #Jamaica #Curaçao#SNESports pic.twitter.com/vsAHq6L6yU
— SNE Sports (@SNE_Sports) November 19, 2025