
Steve McClaren hefur sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Jamaíka eftir að liðið mistókst að tryggja sér sæti á HM 2026. Hann tók við af Heimi Hallgrímssyni á sínum tíma.
Jamaíka þurfti sigur gegn Curacao í lokaumferð undankeppninnar en niðurstaðan varð markalaust jafntefli og fer liðið því í krefjandi umspil.
McClaren tilkynnti ákvörðun sína skömmu eftir leikinn. „Síðustu 18 mánuði hef ég gefið allt í þetta verkefni. Að stýra þessu liði hefur verið eitt stærsta heiðursstarf ferils míns,“ sagði hann.
„En fótbolti snýst um úrslit og í kvöld náðum við ekki markmiðinu. Sem leiðtogi ber ég ábyrgð og þarf að taka ákvarðanir sem eru liðinu fyrir bestu.“