

Rúben Amorim segir Manchester United enn vera langt frá fullkomnun þrátt fyrir bætta frammistöðu undanfarnar vikur og hafnar gagnrýni á 3-4-3 leikkerfi sitt.
Liðið fór í landsleikjahléið með fimm leikji í röð án taps í deildinni, þar á meðal sannfærandi sigur á Liverpool og jafntefli gegn Nottingham Forest og Tottenham.
Amorim telur þó að þessir úrslit hafi einungis sýnt hversu miklu sé enn ábótavant.
„Við erum að spila betur vegna aukins sjálfstrausts, sem kemur með góðum úrslitum,“ sagði hann við Stan Sport.
„En þegar ég horfði aftur á leikinn gegn Tottenham fann ég fyrir vonbrigðum. Við erum enn langt frá því að vera lið sem vinnur alla leiki.“
Hann segir að kerfið sé ekki vandamálið: „Uppstillingin er aðeins byrjunin. Það sem skiptir máli er sjálfstraust, ákefð og hreyfingar liðsins. Þegar við höfum átt erfitt hefur það verið vegna skorts á ákefð, ekki leikkerfisins. Í þessari deild þurfum við að vera nánast fullkomnir.“