
Arsenal hefur áhyggjur af því að varnarmaðurinn Gabriel verði frá í einn til tvo mánuði eftir að hann meiddist á hægra læri með brasilíska landsliðinu um helgina.
Varnarmaðurinn fór af velli í 2-0 sigri Brasilíu á Senegal á Emirates-leikvanginum og hélt um lærið þegar hann labbaði af velli. Hann var sendur heim og missti af leiknum gegn Túnis í Lille.
Frekari rannsóknir munu skera úr um alvarleika meiðslanna, en fyrstu niðurstöður benda til mánaðarlangrar fjarveru hið minnsta. Meiðslin koma á versta tíma fyrir Arsenal sem á fjórtán leiki á næstu átta vikum.
Gabriel hefur spilað hverja einustu mínútu í deildinni í vetur og einnig byrjað alla leiki liðsins í Meistaradeildinni. Hann hefur leikið 227 leiki fyrir félagið frá því að hann kom frá Lille árið 2020 og framlengdi samning sinn til 2029 síðasta sumar.
Arsenal hefur þegar misst nokkra lykilmenn í meiðsli á tímabilinu, þar á meðal Viktor Gyökeres, Martin Ödegaard, Noni Madueke og Gabriel Martinelli.
Skytturnar telja sig þó hafa breiddina í að tækla það að missa Gabriel næstu vikur.