
Skotar eru komnir á HM en Danir þurfa að fara í umspil. Þetta varð ljóst eftir leik liðanna í kvöld, sem Skotar unnu á dramatískan hátt.
Mikið var um glæsimörk í kvöld. Scott McTominay kom Skotum yfir með hjólhestaspyrnu snemma leiks.
Það stefndi í að Danir færu þó áfram þar sem staðan var 2-2 í uppbótartíma. Þá steig upp Kieran Tierney og skoraði með stórkostlegu skoti.
Til að gulltryggja sætið á HM í fyrsta sinn síðan 1998 skoraði Kenny McLean fyrir aftan miðju í restina þegar Kasper Schmeichel var kominn ansi framarlega.