

Neymar gæti orðið samningslaus í janúar og yfirgefið Santos, en nokkur félög eru þegar farin að kanna stöðu brasilíska sóknarmannsins samkvæmt Fabrizio Romano.
Neymar, 33 ára, sneri aftur til uppeldisfélagsins Santos í ár en hefur átt erfitt uppdráttar vegna formleysis og meiðsla. Liðið er í harðri fallbaráttu í brasilísku Serie A, en náði gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri á Palmeiras um helgina og fór þar með eitt stig upp fyrir fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir.
Neymar spilaði allar 90 mínútur í sigrinum, en samningur hans rennur út 31. desember og gæti hann því verið á leiðinni annað í janúar.
„Neymar reynir að hjálpa Santos, en ekki gleyma því að hann gæti verið samningslaus í byrjun janúar,“ sagði Romano við Transfer News.
„Staðan er mjög áhugaverð og Neymar gæti íhugað félagaskipti í janúarglugganum.“
Hann bætti við að leikmaðurinn væri nú alfarið einbeittur að því að halda Santos uppi en hann vonast til að komast í form til að fá kallið í landslið Brasilíu fyrir HM nætsa sumar.
Enska blaðið The Sun nefndi fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar en það eru Newcastle, Manchester United og City, Liverpool og Chelsea.