fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. nóvember 2025 09:00

Neymar og Mbappe /Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neymar gæti orðið samningslaus í janúar og yfirgefið Santos, en nokkur félög eru þegar farin að kanna stöðu brasilíska sóknarmannsins samkvæmt Fabrizio Romano.

Neymar, 33 ára, sneri aftur til uppeldisfélagsins Santos í ár en hefur átt erfitt uppdráttar vegna formleysis og meiðsla. Liðið er í harðri fallbaráttu í brasilísku Serie A, en náði gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri á Palmeiras um helgina og fór þar með eitt stig upp fyrir fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir.

Neymar spilaði allar 90 mínútur í sigrinum, en samningur hans rennur út 31. desember og gæti hann því verið á leiðinni annað í janúar.

„Neymar reynir að hjálpa Santos, en ekki gleyma því að hann gæti verið samningslaus í byrjun janúar,“ sagði Romano við Transfer News.

„Staðan er mjög áhugaverð og Neymar gæti íhugað félagaskipti í janúarglugganum.“

Hann bætti við að leikmaðurinn væri nú alfarið einbeittur að því að halda Santos uppi en hann vonast til að komast í form til að fá kallið í landslið Brasilíu fyrir HM nætsa sumar.

Enska blaðið The Sun nefndi fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar en það eru Newcastle, Manchester United og City, Liverpool og Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Segir flugöryggi ógnað

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stríð blasir við í enska boltanum verði þetta samþykkt á föstudag

Stríð blasir við í enska boltanum verði þetta samþykkt á föstudag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ótrúlegt afrek Englands – Ekki gerst í yfir 70 ár

Ótrúlegt afrek Englands – Ekki gerst í yfir 70 ár
433Sport
Í gær

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool
433Sport
Í gær

Pep Guardiola pirraður á stöðu leikmanns síns

Pep Guardiola pirraður á stöðu leikmanns síns