
U19 ára landslið karla tapaði 0-3 gegn Rúmeníu í síðasta leik sínum í fyrri umferð undankeppni EM 2026.
Því er ljóst að liðið endar í þriðja sæti riðilsins, en það lið sem er með bestan árangur í þriðja sæti kemst áfram í næstu umferð.
Hvaða lið það verður kemur í ljós á næstum dögum en Ísland á enn möguleika á að komast áfram í bili hið minnsta.